top of page

Sala á sérbýli 37,7% meiri en fyrir ári


24,4% fleiri kaupsamningar miðað við sama tíma í fyrra.

Þegar desember 2019 er borinn saman við nóvember 2019 fækkar kaupsamningum um 15,1% og velta minnkar um 11,8%. Í nóvember 2019 var 654 kaupsamningum þinglýst. Fjölda samninga fjölgaði um 24,4% þegar desember 2019 er borin saman við desember 2018 og og velta eykst um 36,6%. Nánar á vef þjóðskrá

Tafla 1. Samanburður á nóvember 2019 og desember 2019



Tafla 2. Samanburður á desember 2018 og desember 2019



Tafla 3. Fjöldi makaskipta (ath. á bara við um íbúðarhúsnæði)

Landsbyggðin


Á Austurlandi var 21 samningi þinglýst. Þar af voru 4 samningar um eignir í fjölbýli, 13 samningar um eignir í sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 594 milljónir króna og meðalupphæð á samning 28,3 milljónir króna. Af þessum 21 voru 7 samningar um eignir í Fjarðabyggð.

Á Suðurlandi var 91 samningi þinglýst. Þar af var 21 samningur um eign í fjölbýli, 46 samningar um eignir í sérbýli og 24 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 3.178 milljónir króna og meðalupphæð á samning 34,9 milljónir króna. Af þessum 91 voru 49 samningar um eignir á Árborgarsvæðinu*.


Á Reykjanesi var 95 samningum þinglýst. Þar af voru 58 samningar um eignir í fjölbýli, 29 samningar um eignir í sérbýli og 8 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 3.460 milljónir króna og meðalupphæð á samning 36,4 milljónir króna. Af þessum 95 voru 74 samningar um eignir í Reykjanesbæ.


Á Vesturlandi var 48 samningum þinglýst. Þar af voru 22 samningar um eignir í fjölbýli, 14 samningar um eignir í sérbýli og 12 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.912 milljónir króna og meðalupphæð á samning 39,8 milljónir króna. Af þessum 48 voru 28 samningar um eignir á Akranesi.


Á Vestfjörðum var 20 samningum þinglýst. Þar af voru 4 samningar um eignir í fjölbýli, 7 samningar um eignir í sérbýli og 9 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 465 milljónir króna og meðalupphæð á samning 23,2 milljónir króna. Af þessum 20 voru 10 samningar um eignir á Ísafirði.


Frétt

Slá af verði nýrra íbúða í miðborg­inni

Verk­tak­ar hafa á und­an­förn­um mánuðum lækkað verð á nýj­um íbúðum í miðborg Reykja­vík­ur. Þá meðal ann­ars á Brynjureit og Höfðatorgi.


Jafn­framt hafa verk­tak­ar boðið kaup­end­um að gera til­boð í nýj­ar íbúðir á Hlíðar­enda. Slíkt er ekki al­gengt svo snemma í sölu­ferl­inu. Þá eru vís­bend­ing­ar um verðlækk­an­ir á reit­um utan miðborg­ar­inn­ar.


Podcast / Hlaðvarð

450 Fasteignasala - Fasteignaspjallið

Þáttur 1: Fyrstu kaup - Eins og makaleit - Hlusta >>

Þáttur 2: Fyrstu kaup - Ferlið frá A til Ö - Hlusta >> Þáttur 3: Að eiga fasteign - Viðhald fasteigna - Hlusta >> Auka þáttur: Staða erlends vinnuafls á leigumarkaði - Hlusta >> Auka þáttur: Óhagnaðardrifið leigufélag - Hlusta >> Næstu þættir:

- Lánamál

- Viðhald fasteigna

- Kaup- og söluferli frá A til Ö

- Slysahættur á heimilum

- Að kaupa nýtt eða gamalt

- Fjölbýli og nágrannar

- Mygla og snýkjudýr

- Endufjármögnun og greiðslumat

bottom of page