top of page

40% hækkun á fasteignamarkaði


Hækkunin mælist yfir 40% í heildina frá 2015 á Íslandi en er á bilinu 1-20% á hinum Norðurlöndunum. Lægst í Finnlandi þar sem verð hefur haldist nær óbreytt. Meiri sveiflur einkenna húsnæðismarkaðinn hér á landi samanborið við nágrannaþjóðirnar, hvort sem litið er til verðþróunar eða uppbyggingar íbúða. Hækkunin hér á landi er nær öll vegna hækkana á seinni hluta árs 2016 og 2017. Síðan þá hefur þróunin verið nokkuð áþekk hér á landi og í löndunum í kringum okkur, þó með undantekningum. Nýjustu mælingar um þróunina á árinu 2020 gefa til kynna að verð sé að hækka nokkuð hraðar víða í kringum okkur, en hér á landi. 12 mánaða hækkun mældist um 5% milli ára í Svíþjóð og Danmörku á þriðja ársfjórðungi síðasta árs en 4% hér. Sambærilegar mælingar vegna fjórða ársfjórðungs eru einungis fáanlegar fyrir Svíþjóð og Ísland enn sem komið er og mælist hækkunin 3% hér á landi en tæp 9% í Svíþjóð samkvæmt mælingum OECD. Samkvæmt þessu eru vísbendingar um að nágrannalöndin séu sum að finna fyrir meiri spennu á fasteignamarkaði en við búum við hér eftir að faraldurinn hófst. Skv. Hagsjá Landsbankans Nýtt: Fjöldi fasteigna sem gekk kaupum og sölum á landinu öllu var 967 talsins og var upphæð viðskiptanna um 68,5 milljarðar króna þegar miðað er við útgáfudagsetningu. Þegar janúar 2021 er borinn saman við desember 2020 fækkar kaupsamningum um 28,8% og velta lækkar um 8,1%. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði samningum um 30,7% á milli mánaða og velta lækkaði um 37,7%. Skv. Þjóðskrá Íslands Hlaðvarp: Fasteignaspjallið Baldur Jezorski, löggiltur fasteignasali baldur@450.is / 776 0615

댓글


bottom of page