top of page

Að selja á veturnar - Vetrarráð

Updated: Dec 17, 2019

Hvernig á að selja heimili í slyddu, snjó og vondu veðri.

Það er tvennt ólíkt að selja fasteign á sólríkum sumardegi í góðri birtu eða dimmu vetrarkvöldi þegar allt er á kafi í snjó. Rigning, rok, snjór og krapi á það til að fela bestu eiginleika heimilisins þíns (td. glæsilegan garð, stórkostlegt útsýni eða annað sem er á kafi í snjó) og getur jafnvel undirstrikað galla þess (óþéttir gluggar, þak lekur eða snjór safnast saman og fyllir pallinn). Það þýðir samt ekki að þú ættir að hætta við og bíða frá á vor. Hér eru nokkur atriði sem 450 Fasteignasala hefur tekið saman, sem ættu að hjálpa til við sölu yfir vetrarmánuðina.

Kynningar eignar

Kynning eignar er sérstaklega mikilvæg á veturnar og þarf öðruvísi kynningarefni.

bæði á netinu og í opnu húsi þegar eign er kynnt að vetri til. Myndir ættu að segja smá sögu, sýna hlýju og draga fram kosti eignarinnar.

Einnig mælum við með því að vera með „Til sölu“ skilti í glugga (hægt er að lýsa það upp með jólaljósum) eða í garðinum. Það fer eftir því hvar eignin er staðsett en margir (ef ekki flestir) leita að eign í "sínu" hverfi og um að gera að reyna ná til þeirra með skiltum.

Skoðaðu aðkomu eignarinnar eins og þú sért að skoða húsið í fyrsta skiptið. Fjarlægðu óþarfa dót sem gæti legið í garðinum, í innkeyslu eða við bílskúrinn (hjól, spýtur og annað drasl). Það getur borgað sig að laga gamlar rennur og annað sem er áberandi þegar þú horfi á húsið.

Undirbúðu þig fyrir misheppnuð opin hús

Á veturna er mikilvægt að huga að því hvað gæti farið úrskeiðis við sýningu eignarinnar eða opin hús. Mikil hálka fyrir utan hús og í tröppum getur skemmt upplifun mögulegs kaupanda verulega, það er frekar vandræðalegt að fljúga á hausinn fyrir framan 10 manns í opnu húsi. Það er ódýrt og auðvelt að salta og mikilvægt að moka vel hringinn í kringum húsið, áhugasamir aðilar rölta oft í kringum húsið og skoða ástand að utan. Það getur orðið blautt og hált í anddyrinu ef það koma margir í opið hús. Hafðu það í huga og kauptu auka mottu fyrir blauta skó. Þú vilt að fólk líði vel þegar það gengur inn og að það sé ekki að hugsa um blautar og kaldar fætur.

Laga smáatriði

Það skiptir ekki máli hvort það sé sumar, vetur, vor eða haust, það borgar sig oftast að laga smáatriði sem er ódýrt að laga. Það getur skipt miklu máli þegar gagnrýn augu reyna að finna eitthvað sem er að eigninni. Við erum að tala um atriði eins og lausar/skakkar hurðir og skúffur, gamlir og gulir ljósrofar, ófrágengnir tenglar og rafmagnsdósir. Leita þarf ráða hjá fasteignasala til að meta hverja eign fyrir sig og hvað borgar sig að gera.

Myndir af húsinu yfir sumartímann

Það er erfitt fyrir kaupendur að ímynda sér hversu fallegt húsið er og hvernig garðurinn gæti litið út á sumrin þegar það stendur í roki og horfir á húsið þakið snjó. Það getur verið gott að láta "sumar" myndir fylgja á netinu og í kynningarbæklingum sem fasteignasalinn býr til, sem sýna garðinn og húsið á góðum sumar degi (ef þú átt slíkar myndir til). Hafðu það í huga ef þú er að hugsa um að setja eignina þína á sölu einhverntíman á næstu árum að láta ljósmyndara mynda húsið þegar garðurinn er sem fallegastur yfir sumartímann. Ef þú ert hinsvegar að selja núna í vetur, verða skástu myndirnar að duga.

Hlýtt og gott

Á veturna eru heimili með notarlegu og góðu andrúmsloft sérstaklega aðlaðandi. Það eru nokkrar leiðir til að búa til góða og notarlega upplifun fyrir mögulega kaupendur.

Loftaðu vel í gegn fyrir opna húsið, þú vilt ekki að þungt loft og raki sé það fyrsta sem tekur á móti gestum. Þú þarft ekki að vera með alla glugga galopna rétt fyrir opið hús, það er nóg að vera með rifur á gluggum í nokkrar klukkustundir fyrir opið hús en þær þurfa að vera nógu stórar þannig að það lofti í gegnum eignina. Það getur hjálpað að kveikja á einu eða tveimur ilmkertum eða jafnvel baka og bjóða fólki upp á smákökur (svolítið klisjukennt en það virkar). Í nýlegum hlaðvarps þætti (Fasteignaspjallið) fengum við í heimsókn Sylgju Dögg, líffræðing og sérfræðing í rakaskemmdum og mylgu og Heiðu Mjöll, hjúkrunarfræðing. Við fórum yfir mikilvægi þess að loftgæði séu í lagi í eignum og hvernig er hægt að koma í veg fyrir uppsöfnun raka, rakaskemmdir og myglu í húsum. Mjög athyglisverður þáttur. Smelltu hér til að skoða nánar.


Stuttir dagar

Fasteignasalar hafa aðeins nokkrar klukkustundir á dag til að sýna þær eignir sem þeir eru með á söluskrá í dagsbirtu. Bestu tímarnir fyrir opin hús eru í hádeginu 12:15 til 12:45 og eftir vinnu kl. 17:15 til 18:45, en það fer eftir staðsetningu eignarinnar og hver markhópurinn er. Það þarf ekki að vera slæmt að það sé komið myrkur þegar opið hús er haldið, á veturnar óska kaupendur oft eftir því að skoða aftur daginn eftir.


Baldur Jezorski, löggiltur fasteignasali

baldur@450.is sími 776 0615


Ert þú í söluhugleiðingum? Smelltu hér

コメント


bottom of page