top of page

Algengar spurningar

Updated: Dec 2, 2019


Viðskiptavinir okkar hafa upp á síðkastið verið að spyrja mikið af sömu spurningunum. Mig langaði að taka saman þær helstu og stutt svör við þeim. Ef þín spurning er ekki á listanum ekki hika við að hafa samband.

1. Hvernig er fasteignamarkaðurinnFasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um -3,5% milli júlí og ágúst. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,2%.

Verð á sérbýli lækkaði um 3,7%. Verð á fjölbýli hefur hækkað um 1,8% á síðustu 12 mánuðum. Verð á sérbýli hækkaði um 4,8% á síðustu 12 mánuðum. Raunverð fasteigna hefur verið nokkuð stöðugt þar sem verðbólgan er tiltölulega lág þrátt fyrir einhverjar hækkanir, skv. hagsjá Landsbankans.

2. Er ferlið dýrt?

Það getur verið mjög kostnaðarsamt að kaupa og selja fasteign og er þetta oft kostnaður sem fólk gleymir að taka með í reikninginn. Gera má ráð fyrir 600-1.600 þús kr. fyrir seljanda og lágmark 300.000 kr fyrir kaupanda. Þetta fer fyrst og fremst eftir kaupverði eignarinnar.

Kostnaðinum má skipta gróflega upp: Seljandi

  • ·Söluþóknun til fasteignasala Algeng söluþóknun er 1,8% af söluverði og bætist 24% virðisauki ofan á það

  • Gagnaöflunargjald Mismunandi eftir fasteignasölum

  • Ljósmyndatakan 15-18.000 kr. með virðisauki

Kaupandi

  • Stimpilgjöld - Sýslumaður 0,4% af fasteignamati ef um einstakling og fyrstu kaup er að ræða. 0,8% af fasteignamati ef um einstakling er að ræða sem átt hefur fasteign fyrir.

  • Þinglýsingakostnaður á hvert skjal 2.000 kr. fyrir hvert skjal

  • Umsýsluþóknun kaupanda Mismunandi eftir fasteignasölum

  • Lántökukostnaður Mismunandi eftir lánastofnunum

Mikilvægt að vinna ferlið með fasteignasala sem þú treystir.

3. Hvar er best fyrir mig að taka lán?


Mikilvægt er að leita til fleiri aðila heldur en viðskiptabanka síns og bera saman hvar er hagstæðast fyrir þig að taka lán með tilliti til kostnaðar við lántöku, vaxta, uppgreiðslugjalda o.fl. Ég kem inn á þetta atriði í grein minni um heilræði fyrir íbúðarkaup.

Fólk ætti einnig að huga að endurfjármögnun. Viðtal við Pál Pálsson fasteignasala hjá 450 Fasteignasölu má hlusta á hér


4. Hvað tekur söluferlið langan tíma


Þegar kauptilboð er samþykkt geta liðið allt að 6 vikur þangað til farið er í kaupsamning. Það geta ótal atriði tafið ferlið; fyrirvarar í kauptilboði, mistök hjá lánastofnum, fasteignasalanum, sýslumanni eða kaupanda/seljanda, mögulegur galli kemur í ljós eða ágreiningur um afhendingu, efni kauptilboðs eða annað. Afhending eignarinnar er alltaf samningsatriði og miðast oftast við fyrirfram ákveðna dagsetningu eða eins fljótt og auðið er, þegar öll skjöl eru tilbúin, samhliða kaupsamning. Afsal fer oft fram 30 dögum eftir afhendingu, en allur gangur getur verið á því.

5. Ég þarf að selja, en vil ekki selja ofan af mér.


Þetta er vissulega algeng vangavelta viðskiptavina okkar. Það fer mikið eftir aðstöðu og tíma hverju sinni hvort hagkvæmast sé að kaupa, með fyrirvara um sölu eða hvort það borgi sig að skrá eignina á sölu áður en þú kaupir. Ef þú ert ekki í tímanauð vegna sölufyrirvara, getur þú tekið lengri tíma í söluna og verið viss um að þú takir meðvitaðari ákvörðun heldur en ef þú værir í tímaþröng vegna frests sem er að renna út. Reynslan hefur verið sú að þú getur fengið betra verð fyrir eignina þína með þeim hætti. Annar kostur getur verið sá að ef þú ert búinn að selja og gerir tilboð í aðra eign að þínu tilboði verði tekið fram yfir þann sem á eftir að selja. Engu að síður hefur það sýnt sig að um leið og þú selur þína eign þá eru lang flestir búnir að finna aðra eign innan fjögurra vikna.


Hér finnur þú upplýsingar um fasteignaverð, hækkanir og lækkanir í hverju hverfi fyrir sig. 450 Fasteignasala. Sími 450 0000.

Á 450.is finnur þú upplýsingar um fasteignaverð, hækkanir og lækkanir í hverju hverfi fyrir sig. 450 Fasteignasala. Sími 450 0000.

Comments


bottom of page