top of page

Fasteignamat - Akranes hækkar um 19,1%

Heildarfasteignamat tekur mismiklum breytingum á milli ára 2019-2020. Hækkanir eftir landshlutum höfuðborgarsvæðið 5,3% Suðurnes 9,8% Vesturland 10,2% Norðurland vestra 6,7% Norðurland eystra 7,4% Austurland 6,7% Suðurland 8,0%


Af einstaka bæjarfélögum hækkar heildarfasteignamat mest á Akranesi eða um 19,1%, um 14,7% í Vestmannaeyjum og um 14,2% í Suðurnesjabæ.


Íbúðir Samanlagt mat íbúða á öllu landinu hækkaði um 6,0% á milli ára og er alls 6.219 milljarðar króna, þar af hækkaði sérbýli um 6,6% á meðan fjölbýli hækkaði um 5,3%. Fasteignamat íbúða hækkaði um 5,0% á höfuðborgarsvæðinu en um 9,1% á landsbyggðinni. Fasteignamat íbúða hækkaði mest á Akranesi en þar hækkaði íbúðamatið um 21,6%

Atvinnuhúsnæði Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkaði um 6,9% á landinu öllu; um 5,9% á höfuðborgarsvæðinu en um 9,3% á landsbyggðinni.


Sumarhús Fasteignamat sumarhúsa fyrir árið 2020 hækkaði um 0,7% á milli ára. Lóðaverð sumarhúsa lækkaði því að jafnaði um 23% á milli ára á meðan húsmatið sjálft hækkaði um 7,5%.

Þau svæði sem hækkuðu mest eiga það sameiginlegt að þar eru sumarhúsalóðir að jafnaði stórar og má þar nefna svæði eins og Galtarlæk, Eystri Rangá og Hróarslæk þar sem fasteignamat hækkaði um meira en 25%.



bottom of page