top of page

Fasteignaverð hækkar

Updated: Jan 25, 2021

Samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrár Íslands hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali um 0,6% milli mánaða nóvember og desember. 12 mánaða hækkun íbúðaverðs mælist nú 7,7% og hefur ekki verið hærri síðan í febrúar 2018. Raunverð hefur hækkað stöðugt síðan í júlí og mælist 12 mánaða hækkun þess nú 3,6%. Á síðustu 20 árum eða frá aldamótum hefur íbúðaverð að jafnaði hækkað um 9% á ári (uþb. 5% raunhækkun). Mikil aukning hefur verið á fasteignaviðskiptum en hátt í 1.000 kaupsamningar voru undirritaðir í september sl. og hefur ekki jafn mikill fjöldi sést síðan árið 2007. Uppsöfnuð eftirspurn, aukið framboð og hagstæð lán spila auðvitað þar stórt hlutverk. Þegar desember 2020 er borinn saman við nóvember 2020 fækkar kaupsamningum um 14,3% Fleiri íbúðir seljast yfir ásettu verði. Undir lok síðasta árs seldust uþb. 22% eigna yfir ásettu verði og má reikna með að það hlutfall sé hærra núna í dag. Leiguverð: Vísitala leiguverðs hækkar um 0,1% á milli mánaða og 0,5% á 3 mánuðum en stendur í stað á 12 mánuðum.

Comments


bottom of page