top of page

9,9% færri kaupsamningar miðað við í fyrra

Þegar nóvember 2019 er borinn saman við nóvember 2018 fækkar kaupsamningum um 9,9% og velta minnkar um 8%. Í nóvember 2018 var 726 kaupsamningum þinglýst. Fjölda samninga fækkaði um 33,8% á milli mánaða október - nóvember og velta minnkar um 29,2%. Í október 2019 var 988 kaupsamningum þinglýst, velta nam 50,8 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 51,4 milljónir króna. Nánar á vef þjóðskrá


Samdrátturinn náði hámarki í ágúst þegar 30% færri íbúðir seldust en í ágúst árið á undan.  Ákveðinn viðsnúningur virðist þó hafa átt sér stað í september þegar 680 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði var þinglýst og hafa viðskipti í septembermánuði ekki verið meiri síðan 2015.

Landsbyggðin Á Austurlandi var 27 samningum þinglýst. Þar af voru 12 samningar um eignir í fjölbýli, 11 samningar um eignir í sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir. Af þessum 27 voru 14 samningar um eignir í Fjarðabyggð.


Á Suðurlandi var 91 samningi þinglýst. Þar af voru 20 samningar um eignir í fjölbýli, 49 samningar um eignir í sérbýli og 22 samningar um annars konar eignir. Af þessum 91 voru 52 samningar um eignir á Árborgarsvæðinu


Á Reykjanesi var 71 samningi þinglýst. Þar af voru 39 samningar um eignir í fjölbýli, 26 samningar um eignir í sérbýli og 6 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 2.302 milljónir króna og meðalupphæð á samning 32,4 milljónir króna. Af þessum 71 voru 52 samningar um eignir í Reykjanesbæ.


Á Vesturlandi var 52 samningum þinglýst. Þar af var 21 samningur um eign í fjölbýli, 17 samningar um eignir í sérbýli og 14 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.580 milljónir króna og meðalupphæð á samning 30,4 milljónir króna. Af þessum 52 var 21 samningur um eign á Akranesi.

Á Vestfjörðum var 21 samningi þinglýst. Þar af voru 9 samningar um eignir í fjölbýli, 9 samningar um eignir í sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 453 milljónir króna og meðalupphæð á samning 21,6 milljón króna. Af þessum 21 voru 14 samningar um eignir á Ísafirði.

Frétt Grænt ljós á smáíbúðahverfi


Þorpið vist­fé­lag hef­ur í sam­starfi við Arctica Fin­ance og Lands­bank­ann lokið fjár­mögn­un smá­í­búðahverf­is í Gufu­nesi. Fá verk­efni fá slíka fjár­mögn­un um þess­ar mund­ir.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Run­ólf­ur Ágústs­son, verk­efna­stjóri fé­lags­ins, áformað að hefja fram­kvæmd­ir í janú­ar. Byggðar verða 45 íbúðir í fyrsta áfanga sem kost­ar 1,3 millj­arða. Alls verða íbúðirn­ar 130 og má ætla að kostnaður verði um 3,8 millj­arðar. Nánar á mbl.is


Podcast / Hlaðvarð

450 Fasteignasala - Fasteignaspjallið

Þáttur 1: Fyrstu kaup - Eins og makaleit - Hlusta >>

Þáttur 2: Fyrstu kaup - Ferlið frá A til Ö - Hlusta >> Þáttur 3: Að eiga fasteign - Viðhald fasteigna - Hlusta >> Auka þáttur: Staða erlends vinnuafls á leigumarkaði - Hlusta >> Auka þáttur: Óhagnaðardrifið leigufélag - Hlusta >> Næstu þættir:

- Lánamál

- Viðhald fasteigna

- Kaup- og söluferli frá A til Ö

- Slysahættur á heimilum

- Að kaupa nýtt eða gamalt

- Fjölbýli og nágrannar

- Mygla og snýkjudýr

- Endufjármögnun og greiðslumat


Við verðmetum eignina þína, smelltu hér

bottom of page