top of page

Íslandsbanki spáir 12% hækkun árið 2018

Raunverð íbúða hefur aldrei verið hærra í Reykjavík, Kópavogi og í Hafnarfirði. Raunverð íbúða hefur hins vegar ekki náð sögulegu hámarki á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ og í GarðabæÍslandsbanki spáir 12% hækkun árið 2018 Greining Íslandsbanka hefur tekið saman viðamikla skýrslu um íbúðamarkaðinn hér á landi. Margt áhugavert kemur fram í skýrslunni eins og :

  • Spá 12% hækkun fasteignaverðs árið 2018

  • Raunverð íbúða hefur aldrei verið hærra í Reykjavík, Kópavogi og í Hafnarfirði. Raunverð íbúða hefur hins vegar ekki náð sögulegu hámarki á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ og í Garðabæ

  • Veðsetningarhlutfall einstaklinga með íbúðaskuldir var rúmlega 42% um síðustu áramót og hefur nánast helmingast frá árinu 2010. Meira ......82% spá að markaðurinn muni hækka á næsta ári

Nýlega gerðum við könnun á meðal almennings um fasteignamarkaðinn. Spurðum meðal annars hvort fólk eigin von á að fasteignamarkaðurinn muni hækka eða lækka í verð á næstu 12 mánuðum? Hvernig finnst þér framboð fasteigna á markaðnum? 

4% telja að markaðurinn muni hækka um 10-20%

43% telja að markaðurinn muni hækka um 5-10%

35% telja að markaðurinn muni hækka um 0-5%

17% telja að markaðuinn muni lækka um 0-5%

1,6% telja að markaðuinn muni lækka um 5-10%Fjárhagslegur ávinningur þinn mikill

Inná www.leidretting.is getur þú sótt um eða breytt ráðstöfun séreignasparnaðar á verðtryggðum fasteignalánum. Úrræðið um nýtingu séreignasparnaða var til 30. júní 2017 en hefur svo verið framlengt til 30. júní 2019.

Þeir sem nýta sér þetta úrræði geta verið að spara verulegar fjárhæðir bæði í skatta og kostnað við vexti og verðbætur.

Í dag er skuldahlutfall fasteigna um 42% sem þykir með lægast móti og því kjörið að nýta sér þetta tækifæri.
bottom of page