Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman upplýsingar um veltu á fasteignamarkaði eftir landshlutum í september 2020 samkvæmt þinglýstum gögnum. Fjöldi fasteigna sem gekk kaupum og sölum á landinu öllu var 1.420 talsins og var upphæð viðskiptanna tæplega 69 milljarðar króna þegar miðað er við útgáfudagsetningu. Þegar september 2020 er borinn saman við ágúst 2020 fjölgar kaupsamningum um 9,8% og velta hækkar um 12,9%. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði samningum með íbúðarhúsnæði um 7,7% á milli mánaða og velta hækkaði um 13,7%.
Fasteignavelta í milljónum króna - Heildarvelta í september
Alls: 68.565 Sérbýli: 20.046 Fjölbýli: 45.643 Atvinnueignir: 1.732 Sumarhús: 688 Annað: 460
Fjöldi kaupsamninga Kaupsamningar í síðasta mánuði Alls: 1.420 Sérbýli: 351 Fjölbýli: 956 Atvinnueignir: 52 Sumarhús: 45 Annað: 16 Þar af höfuðborgarsvæðið: Alls: 913 Sérbýli: 136 Fjölbýli: 746 Atvinnueignir: 26 Sumarhús: 4 Annað: 1 Nánar hér á vefsíðu Þjóðskrá Íslands
Comments