Fasteignamat sumarhúsa fyrir árið 2020 hækkaði um 0,7% á milli ára.
Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á aðferðafræði við útreikning á fasteignamati sumarhúsa og má þar helst nefna fjölgun matssvæða yfir allt landið auk þess sem útreikningi lóðaverðs hefur verið breytt þannig að sumarhúsalóðir undir meðalstærð lækka en lóðir yfir meðalstærð hækka.
Lóðaverð sumarhúsa lækkaði því að jafnaði um 23% á milli ára á meðan húsmatið sjálft hækkaði um 7,5%.
Með fjölgun matssvæða er hægt að aðgreina betur fasteignamat ólíkra svæða og lækka viss strjálbyggð svæði sem hafa takmarkaðar samgöngur og eru langt frá annarri byggð.
Hér má nefna svæði eins og hálendið, Flateyjardal, Norður-Þingeyjarsýslu, Siglunes, Skaga, Austurland, Norður-Múlasýslu, Mjóafjörð og fleiri svæði þar sem fasteignamat lækkar um meira en 30%.
Þau svæði sem hækkuðu mest eiga það sameiginlegt að þar eru sumarhúsalóðir að jafnaði stórar og má þar nefna svæði eins og Galtarlæk, Eystri Rangá og Hróarslæk þar sem fasteignamat hækkaði um meira en 25%.
Skv. Skýrslu um fasteignamat 2020 frá frá þjóðskrá Nánar hér
Við verðmetum eignina þína, smelltu hér
Comentarios