top of page

Húsnæðislán með neikvæðum vöxtum

Updated: Dec 2, 2019

Hinn danski Jyske Bank býður viðskiptavinum sínum nú húsnæðislán með -0,5 prósent vöxtum.


Í kynningarherferð sinni fyrir nýju lánin segist Jyske Bank vera fyrsti bankinn í sögunni til að bjóða lán sem þessi. Annar danskur banki, Nordea, hefur jafnframt í hyggju að bjóða upp á húsnæðislán til 20 ára með föstum 0 prósent vöxtum og lán til 30 ára með 0,5 prósent vöxtum.

Lántakandi hjá Jyske Bank mun þurfa að standa skil á mánaðarlegum afborgunum eins og af öðrum lánum. Höfuðstóll lánsins lækkar þó meira en því sem afborguninni nemur.


Bankinn segist geta boðið upp á þessi lánakjör vegna þess að bankinn getur sjálfur fjármagnað sig með lánum sem bera neikvæða vexti - og vilji bjóða viðskiptavinum sínum svipuð lánakjör. Stýrivextir í Evrópu eru enda víða lágir, á evrusvæðinu eru þeir -0,4 prósent og í Danmörku í kringum -0,6 prósent. Hér má frekar fræðast um neikvæða stýrivexti.


Comments


bottom of page