52% fækkun kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu fyrstu 6 mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra.
Miklar hækkanir á fasteignamarkaði búnar í bili
Síðastliðin tvö og hálft ár hefur fasteignaverð hækkað um u.þ.b. 45% á höfuðborgarsvæðinu og margir velta fyrir sér framhaldinu. Lítið framboð og mikil eftirspurn hafa leitt til þessara hækkana. Á tímabili voru um 1.000-1.200 eignir auglýstar til sölu en 3.000-4.000 kaupendur að leita á markaðnum. Í dag eru um 2.900 eignir auglýstar til sölu á höfuðborgarsvæðinu og vikulega bætast við um 350-450 nýjar eignir. Aukið framboð kemur til með að tempra verðhækkanir og er það mín skoðun að þessar miklu hækkanir á fasteignamarkaði síðastliðin tvö ár séu búnar. Ég geri ekki ráð fyrir verðlækkunum en spái 6-8% hækkun á næstu 12 mánuðum. Salan er almennt góð en um 600-700 eignir seljast í hverjum mánuði sem svipar til sölu síðasta árs. Þetta bendir til þess að markaðurinn sé að leita jafnvægis og búast má við að meðal sölutími fasteigna lengist.
1,6% minni sala nú en í fyrra
Fyrir nokkrum dögum birtist frétt hjá RÚV um 52% fækkun kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu fyrstu 6 mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Fram kom að samningar fyrstu 6 mánuði ársins 2016 hefðu verið 3400 en væru nú á sama tíma 2235 ! Þetta er alls ekki rétt. Samningar fyrstu 6 mánuði ársins í fyrra voru 3808 en eru nú 3747. Þetta er fækkun samninga um 1,6% sem ekki er merkjanlegt.
Fasteignagjöld hækka mikið á næsta ári
Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 13,8% frá yfirstandandi ári og verður 7.288 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2018 sem Þjóðskrá Íslands birti fyrir nokkru Fasteignamatið hækkar á 98,3% eigna en lækkar á 1,7% eigna frá fyrra ári. Samanlagt mat íbúða (130.346) á öllu landinu hækkar samtals um 15,5% frá árinu 2017 og verður alls 4.980 milljarðar króna. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matsverð íbúða í sérbýli meira en íbúðir í fjölbýli. Húsavík sker sig úr öðrum bæjum. Þar hækkar íbúðamatið um 42,2%. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 9,1% á landinu öllu; um 10,6% á höfuðborgarsvæðinu en um 5,7% á landsbyggðinni. Fasteignamat er notað sem skattstofn og eru fasteignagjöld innheimt í hlutfalli við fasteignagjöld. Búast má við hækkunum á fasteignagjöldum árið 2018. Hægt að kæra fasteignamatið til Þjóðskrá Íslands og fá endurmat
Procura - Gefur ágæta mynd hvað þú færð fyrir eignina þína
Verðmat Procura byggir á nákvæmum útreikningum sem taka til markaðsaðstæður á hverjum tíma, gerð eignar, staðsetningu og atriði sem tiltæk eru í opinberum gagnasöfnum. Verðmatið er uppfært einu sinni í mánuði. Nauðsynlegt er að hafa í huga að margt hefur áhrif á verð eignar, svo sem ástand og önnur atriði sem aðeins sjást við sjónskoðun fagaðila. Því ber að líta á verðmat þetta sem leiðbeinandi viðmiðunarverð fyrir eign á tilteknum stað, í eðlilegu ástandi.
Vissulega gefum við verðmat sem er nákvæmt og ýtarlegt en mat Procuru gefur vissulega hugmynd.
Kaupa og Sala fyrirtækja að vaxa
Undirritaður hefur verið mjög virkur í sölu fyrirtækja og hefur nokkur skemmtileg tækifæri í boði
Hér eru nokkur dæmi :
- Vinsæl sjoppa í Hafnarfirði
- Vinsæll veitingastaður á þremur stöðum
- Rútufyrirtæki með mikla sögu
- tækifæri í ferðaþjónustu
- Heildverslun með sápur ( ódýrt )
Eins erum við með fjölda stærri fyrirtækja og verkefna sem er verðugur fjárfestingakostur.
Viðskiptatorg
Með 5 herbergja íbúð með palli í Línakri í skiptum fyrir sérbýli í Garðabænum
Ungt par leitar að 4-5 herbergja hæð í Vestubæ Reykjavíkur
Leita af sérbýli í Norðurbæ Hafnarfjarðar
Vantar í sölumeðferð rað/par/einbýli í Árbænum. Góður kaupandi bíður.
Hjón leita að hæð í Suðurhlíðum Kópavogs
Fjölskylda vantar "gamalt" hús með karakter sem búið er að gera upp í Hafnarfirði eða Kópavogi
Ungt fjölskyldufólk leitar af rað/par á Álftanesinu
Erum með yfir 1000 manns á skrá sem eru að leita að fasteign. Vitir þú um einhvern í fasteignahugleiðingum hafðu þá samband
Fréttaskot
10% færri búa í eigin íbúð í dag heldur en í desember 2008
Heimsmarkaðsverð á fasteignum í jafnvægi.
Sala á Ítaliu að aukast
Fasteignamarkaðurinn í Hong Kong við að springa
Húsnæðiskostnaður sem hlutfall af ráðstöfunartekjum nam um 47% á Íslandi.
Gamma opnar fasteignasjóð í London
Fjármálaeftirlitið Setja reglur um hámark fasteignalána.
Comments