top of page

Vísitala íbúðaverðs hækkar um 3,5%

Updated: Dec 2, 2019


Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 632,9 stig í september 2019  (janúar 1994=100) og hækkar um 0,6% á milli mánaða.

Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 1,3%, síðastliðna 6 mánuði hækkaði hún um 2,1% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 3,5%.


Nú eru vísbendingar um að markaðurinn sé að taka við sér þar sem viðskipti með íbúðarhúsnæði voru býsna mörg í september og eins hafa verðhækkanir síðustu tveggja mánaða verið umfram þær hækkanir sem mældust milli mánaða á vor- og sumarmánuðum.


Horft yfir 12 mánaða tímabil hefur verð á fjölbýli hækkað um 3,6% og verð á sérbýli um 3,2%. Vegin árshækkun húsnæðisverðs nemur því nú um 3,5% sem er ekki ýkja mikil hækkun í sögulegu samhengi. 12 mánaða hækkanir hafa legið á bilinu 3-5% það sem af er ári en voru á bilinu 4-13% í fyrra og 14-24% árið 2017 þegar hækkanir voru hvað mestar.


Heimild: Þjóðskrá Íslands Hagsjá Landsbankans

Comments


bottom of page